Ferðatæknimót

17 Jan 2024 | Reykjavík, Iceland

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

CEO - Iceland Tourism Cluster

Ferðaklasinn

Reykjavík, Iceland

5 profile visitsFerðaþjónustufyrirtæki

About me

My organisation

Íslenski ferðaklasinn var formlega stofnaður 12. mars 2015 með það markmið að efla samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Hann var fyrsti vettvangur sinnar tegundar á Íslandi og hafði það meginhlutverk að stuðla að samstarfi, nýsköpun og þverfaglegum samskiptum innan greinarinnar.

Þverfaglegt samstarf og aðlögun að nýjum aðstæðum

Vettvangurinn byggir á þverfaglegu samstarfi ólíkra aðila innan atvinnulífsins, stjórnvalda, háskóla og rannsóknarsamfélagsins. Mikilvægur þáttur í starfsemi klasans er að aðlagast hratt breyttum aðstæðum og stuðla að aukinni nýsköpun, þekkingarmiðlun, og styrkingu tengslaneta.

Framþróun og verðmætasköpun í ferðaþjónustu

Íslenski ferðaklasinn hefur frá stofnun sinni staðið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Verkefnin snúast meðal annars um sjálfbærni, nýsköpun og stafræna þróun, með dæmum eins og "Ábyrg ferðaþjónusta," "Ratsjáin," "Startup Tourism," og "IcelandTravelTech" ráðstefnuna.

Ferðatæknimótið er eitt af þeim verkefnum sem falla að áherslunni um stafræna þróun og ferðatækni.

Social media