Ferðatæknimót 2025

15 Jan 2025 | Reykjavík, Iceland

Register
Register
Register

ProductUpdated on 27 December 2024

Keeps CMS - Keeps content kerfi - Bein tenging við helstu sölusíður

Gudrun Ragnarsdottir

Framkvæmdastjóri at Keeps CMS

Reykjavik, Iceland

About

Þó svo myndir skipta mestu máli við sýnileika og sölu þá sitja þær oftast aftast á to-do listanum sem veldur því að myndir eru sjaldan uppfærðar, það er misræmi á milli sölusíðna í bæði upplýsingum og myndum og þetta hefur áhrif á ferðamaninn. Hver kannast ekki við það að það er norðurljósamynd í gangi allt árið, eða vetrarmyndir sýnilegar þegar það er verið að bóka sumarið?

Keeps vill leysa þetta vandamál og bjóða upp á kerfi sem sjálfvirknivæðir þessa ferla. Keeps CMS (content management system) er miðstýrt kerfi sem gerir þér kleift að halda utan um allar myndir og upplýsingar á einum stað og deila þeim þaðan yfir á helstu sölusíður á borð við Expedia, booking.com og Tripadvisor. Með því að nota Keeps þá þarftu ekki lengur að logga þig inná hverja og eina sölusíðu til að taka út norðurljósamyndina, þú þarft bara að fara inn á Keeps og gera breytingar og vista og þá uppfærast allar sölusíðurnar þínar. Keeps er því að fara spara þér mikinn tíma, og hjálpa til við utanumhald á myndum og upplýsingum, gera þig sýnilegri og söluvænni.

Applies to

  • Hugbúnaður
  • Ráðgjöf

Similar opportunities