Ferðatæknimót

17 Jan 2024 | Reykjavík, Iceland

Soffia Kristin Thordardottir

Founder & CEO

PaxFlow

Reykjavik, Iceland

16 profile visitsTæknifyrirtæki

PaxFlow empowers tour operators to streamline operations with automation, AI and customer self-service.

About me

Ég heiti Soffía og er stofandi og framkvæmdastjóri PaxFlow. Bakgrunnur minn liggur í þróun veflausna og hugbúnaðar og undanfarin ár hef ég leitt vöruþróun hjá Origo m.a. á sviði Ferðalausna og Sprotaþróunar frá 2016-2022 en í byrjun árs 2023 stofnaði ég PaxFlow ehf.

Við hjá PaxFlow hjálpum fyrirtækjum sem bjóða upp á dagsferðir og upplifanir við að sjálfvirknivæða tímafreka verkferla og auðveldum samskipti við viðskiptavini. Núna leggjum við einkum áherslu á að leysa vandamál sem skapast vegna aflýsinga á brottförum t.d. vegna veðurs eða annarra raksana sem leiða til aflýsinga ferða.

Með PaxFlow má spara gríðarlegan tíma sem fer í að vinna úr þeim verkefnum sem skapast þegar fella þarf niður ferðir t.d. vegna veðurs eða þegar ekki nást nægilega margar bókanir til að framkvæma ferðina. Með PaxFlow er hægt að aflýsa einni, fleirum eða ölllum ferðum dagsins, senda skilaboð á gesti og bjóða þeim val um að endurbóka ferð á öðrum tíma eða afbóka ferð ef það hentar betur. Fljótlega munum við jafnframt bjóða upp á valmöguleika fyrir ferðamenna að velja aðra ferð og/eða fá inneign og koma síðar.

Með PaxFlow er t.d. hægt að:

  • Halda utan um stöðu á ferð, staðfesta ferðaáætlun, breyta/seinka eða aflýsa ferðum.

  • Senda bæði “Mass-mail” og “Mass-SMS” á ferðamenn ef ferðaáætlanir breytast.

  • Bjóða gestum upp á val um að endurbóka sig á öðrum tíma m.v birgðastöðu eða afbóka ferð.

  • Leyfa viðskiptavinum að hafa umsjón með bókunum sínum sjálf á netinu með PaxPortal.

Nánar á https://paxflow.io

My organisation

PaxFlow

Social media

Marketplace (2)